Íslenska

Bókagagnrýni

Ég og bekkurinn minn vorum að lesa bókina Galdrastafi og Græn augu. Eftir rithöfundinn Önnu Heiðu Pálsdóttir.

Bókin fjallar um 14 ára strák að nafni Sveinn sem lenti í ævintýrum og fór í tímaflakk til 17.aldarinnar.Þar kynntist hann því sem var gert á 17.öld svo kynntist hann líka stelpu sem heitir Kristín hann varð mjög skotinn í henni. Svo eftir langt ferðarlag í þessu tímaflakki langaði hann aftur heim til mömmu. Því hitti hann þjóðsagnarpersónu og spurði hann hvort að hann gæti hjálpað sér að komast aftur heim    

þessi bók virðist ekkert vera spennandi í fyrstu en þegar þú byrjar að lesa hana kemur hún mjög mikið á óvart. Hún er gripandi og spennandi og leiddi mann í gegnum spennandi og fæðandi ævintýri á einum og einum stað var hún sorgleg. Ég gæti alveg lesið hana aftur því mér fannst hún svo gripandi. Það sem mér fannst grípandi er að Sveinn opnaði bók hjá þjóðsagna persónunni og það hoppuðu rauðir púkar og Sveinn sagði þeim að flétta fléttu úr sandi til að reyna að losna við þá. En það sem er svona mest spennandi við þessa sögu er að maður veit ekki hvort að hann kemst aftur til 17.aldar eða ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband